Íraksstríð upphaf lýðræðisbylgju? 20. mars 2005 00:01 Stríðið í Írak var frá upphafi umdeilt og alþjóðlegar deilur um réttmæti þess hafa staðið undanfarin tvö ár eða svo. En nú er svo komið að jafnvel hörðustu gagnrýnendur stríðsrekstursins hugsa sitt mál og velta því óhugsanlega fyrir sér hvort stríði hafi verið besta mál. Ástæða þessara vangaveltna eru atburðir undanfarinna vikna, frá kosningunum í Írak í lok janúar. Þvert á hrakspárnar flykktust Írakar á kjörstaði og virtust fúsir að leggja líf og limi í hættu til þess að taka þátt í lýðræðislegum kosningum - hafa eitthvað um framganginn í eigin heimalandi að segja. Í kjölfarið er sem bylgja lýðræðiskennda fari um Miðausturlönd, öllum að óvörum. Á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna fóru fram forsetakosningar og lýðræðislegir straumar gera þar vart við sig. Skammt þar frá, í Líbanon, var morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, kornið sem fyllti mælinn og fólk þar lét kröftulega í sér heyra á götum úti, áhrifavöldunum í Sýrlandi til mikillar furðu. Raunar gætir áhrifa þess sem um er að vera í Líbanon í Sýrlandi. Í Egyptalandi sá Hosni Mubarak forseti sér skyndlega vænst að heimila mótframboð við sig í forsetakosningum síðar á þessu ári. Mubarak hefur ekki sýnt hugsanlegum mótherjum neina linkind þann tæpa aldarfjórðung sem hann hefur verið við völd. Meira að segja í Sádi-Arabíu virðist sem almenningur fái nú í vaxandi mæli að taka þátt í vali ráðamanna. Þar verða frambjóðendur leyfðir í héraðskosningum síðar í þessum mánuði og talsmenn stjórnvalda segja að á næsta ári fái meira að segja konur að kjósa og að bjóða sig fram. Í Washington og víðar eru þessar hreyfingar túlkaðar sem svo að stríðið í Írak hafi hreyft við misspilltum og ólýðræðislegum stjórnmálamönnum í þessum heimshluta og að kosningarnar í janúar hafi sýnt að fólk getur haft áhrif, lýðræði getur líka virkað í Miðausturlöndum. Bush Bandaríkjaforseti og menn hann álíta þetta bestu sönnum þess að stríðið í Írak hafi verið réttmætt og að sú stefna Bush að breiða lýðræði út um allan heim, nánast með góðu eða illu, beri árangur. Jafnvel efasemdarmenn og harðir gagnrýnendur eins og Ted Kennedy sjá ástæðu til að hrósa Bush fyrir þátt hans í atburðarásinni. Svo virðist sem Hosni Mubarak, Mahmoud Abbas og drúsaleiðtoganum í Líbanon, Walid Jumblatt, hafi tekist það sem Rumsfeld, Rice og Cheney hefur ekki tekist hingað til: að þagga niður í helstu andstæðingum Íraksstríðsins. Erlent Fréttir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Stríðið í Írak var frá upphafi umdeilt og alþjóðlegar deilur um réttmæti þess hafa staðið undanfarin tvö ár eða svo. En nú er svo komið að jafnvel hörðustu gagnrýnendur stríðsrekstursins hugsa sitt mál og velta því óhugsanlega fyrir sér hvort stríði hafi verið besta mál. Ástæða þessara vangaveltna eru atburðir undanfarinna vikna, frá kosningunum í Írak í lok janúar. Þvert á hrakspárnar flykktust Írakar á kjörstaði og virtust fúsir að leggja líf og limi í hættu til þess að taka þátt í lýðræðislegum kosningum - hafa eitthvað um framganginn í eigin heimalandi að segja. Í kjölfarið er sem bylgja lýðræðiskennda fari um Miðausturlönd, öllum að óvörum. Á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna fóru fram forsetakosningar og lýðræðislegir straumar gera þar vart við sig. Skammt þar frá, í Líbanon, var morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, kornið sem fyllti mælinn og fólk þar lét kröftulega í sér heyra á götum úti, áhrifavöldunum í Sýrlandi til mikillar furðu. Raunar gætir áhrifa þess sem um er að vera í Líbanon í Sýrlandi. Í Egyptalandi sá Hosni Mubarak forseti sér skyndlega vænst að heimila mótframboð við sig í forsetakosningum síðar á þessu ári. Mubarak hefur ekki sýnt hugsanlegum mótherjum neina linkind þann tæpa aldarfjórðung sem hann hefur verið við völd. Meira að segja í Sádi-Arabíu virðist sem almenningur fái nú í vaxandi mæli að taka þátt í vali ráðamanna. Þar verða frambjóðendur leyfðir í héraðskosningum síðar í þessum mánuði og talsmenn stjórnvalda segja að á næsta ári fái meira að segja konur að kjósa og að bjóða sig fram. Í Washington og víðar eru þessar hreyfingar túlkaðar sem svo að stríðið í Írak hafi hreyft við misspilltum og ólýðræðislegum stjórnmálamönnum í þessum heimshluta og að kosningarnar í janúar hafi sýnt að fólk getur haft áhrif, lýðræði getur líka virkað í Miðausturlöndum. Bush Bandaríkjaforseti og menn hann álíta þetta bestu sönnum þess að stríðið í Írak hafi verið réttmætt og að sú stefna Bush að breiða lýðræði út um allan heim, nánast með góðu eða illu, beri árangur. Jafnvel efasemdarmenn og harðir gagnrýnendur eins og Ted Kennedy sjá ástæðu til að hrósa Bush fyrir þátt hans í atburðarásinni. Svo virðist sem Hosni Mubarak, Mahmoud Abbas og drúsaleiðtoganum í Líbanon, Walid Jumblatt, hafi tekist það sem Rumsfeld, Rice og Cheney hefur ekki tekist hingað til: að þagga niður í helstu andstæðingum Íraksstríðsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira