Erlent

Kosningar fara fram 18. september

Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Kosningunum hefur verið frestað nokkrum sinnum og jafnan borið við ótryggu ástandi, en íslamskir uppreisnarmenn, þar á meðal talibanar, hafa haldið uppi árásum á almenna borgara og innlenda og erlenda heri. Þá óttast menn áhrif stríðsherra í hinum ýmsu héruðum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×