Lífið

Sólarhringsbið í röð

Sannir rokkaðdáendur láta sig ekki muna um að bíða í röð í ríflega sólarhring til að krækja í miða á tónleika með goðunum sínum. Byrjað var að selja miða á tónleika þungarokksveitarinnar Megadeth um hádegisbilið í dag. Allra hörðustu aðdáendur sveitarinnar voru hins vegar mættir með rétta útbúnaðinn á hádegi í gær og voru rétt að opna augun í morgun þegar tökumann Stöðvar 2 bar að. Kunnugir telja að svona biðraðir muni innan tíðar heyra sögunni til þar sem miðasala er í auknum mæli að færast á Netið. Megadeth, með Dave Mustaine í broddi fylkingar, mun trylla landann í Kaplakrika í lok júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.