Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina 27. júní 2005 00:01 Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira