Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina 27. júní 2005 00:01 Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira