Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina 27. júní 2005 00:01 Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira