Lífið

Rússnesk mótorhjól til sýnis

Ural.is hefur hafið innflutning á rússneskum mótorhjólum og verða hjólin til sýnis að Hólshrauni 7 Hafnarfirði, aftan við Fjarðarkaup, við hliðina á nýju slökkvistöðinni. Hjólin eru mjög óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upprunalegu útliti en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. Hjólin koma með og án hliðarvagns og nokkur koma útbúin drifi á hliðarvagni. Þetta ætti að henta vel íslenskum aðstæðum og hjólin eru víða notuð allt árið. URAL er mikið notað af NATO enn í dag og hönnun er úthugsuð fyrir hermenn og starfsmenn sem þurfa að geta gert við hjól í miðri eyðimörk. Hjólunum fylgir diskur með sýnikennslu hvernig má þjónusta hjólin sjálfur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.