Erlent

Herferð til bjargar listaverkum

Frægustu listaverk Ítalíu liggja undir skemmdum. Til að bregðast við vandanum reyna ítölsk yfirvöld að fá almenning til að opna seðlaveskin með því að sýna fram á hversu fátækleg Ítalía yrði án listarinnar. Hringleikahúsið Coloseum, Forum Romanum eða miborg gömlu Rómarborgar og eitt frægasta málverk veraldar; Síðsta máltíð Leonardos DaVincis liggur undir skemmdum, vegna mengunar, skemmdarverka og vanhirðu. Coloseum er haldið uppi með múrsteinum og vírum, og verðmætir listmunir liggja eins og hráviði á jörðinni við Forum Romanum . Yfirvöld í Ítalíu verja meira en jafnvirði sjötíu og sjö milljörðum íslenskra króna ár hvert til að viðhalda byggingum og listaverkum í landinu, en það hrekkur skammt. Nú hefur verið hrundið af stað dramatískri auglýsingaherferð sem á að blása Ítölum í brjóst að leggja fram fjármuni til að viðhalda þjóðargersemunum. Þar má meðal annars sjá Róm án Coliseum, David hans Michaelangelos með einn fótlegg, og Síðustu kvöldmáltíðina án Krists.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×