Lífið

Fyrsti laxinn á land

Fyrsti laxinn er þegar kominn á land þótt laxveiðitímabilið hefjist ekki formlega fyrr en í fyrramálið. Það var við svokallaða Kaðalstaðastrengi sem eru neðarlega í Þverá í Borgarfirði sem fyrsti laxinn kom á land í síðustu viku, að því er greint er frá á vefsíðunni www.votnogveiði.is. Laxinn veiddist á flugu og reyndist 12 pund. Það er ekki algengt að laxinn veiðist á þessum árstíma en það er þó þekkt, sérstaklega á árum áður, að laxinn gangi í Borgarfjarðarárnar í maí að sögn Guðmundar Guðjónssonar sem heldur vefsíðunni úti. Laxveiðitímabilið hefst formlega klukkan sjö í fyrramálið þegar Norðurá í Borgarfirði verður opnuð og ríkir mikil eftirvænting meðal laxveiðimanna. Meðalveiði í opnun eru rúmir 24 laxar. Norðurá er vatnslítil um þessar mundir líkt og um miðjan júlímánuð væri að ræða og hið sama gildir um aðrar ár í Borgarfirði og á Mýrum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.