Lífið

Slepptu gíslum fyrir pítsur

Fjörutíu klukkustunda umsátri við öryggisfangelsi í borginni Hobart á eynni Tasmaníu lauk á heldur óvenjulegan hátt. Um tuttugu fangar höfðu gert uppreisn og tekið fangavörð og nokkra fanga í gíslingu og fóru m.a. fram á betri aðbúnað í fangelsinu og aukna starfsmöguleika. Yfirvöldum á eyjunni tókst hins vegar að semja við hópinn og var fangavörðurinn fenginn laus gegn 15 pítsum. Eftir að hópurinn hafði borðað nægju sína sleppti hann svo þeim föngum sem hann hafði haft í haldi en engum sögum fer af því hvort fangelsisyfirvöld hafi orðið við öðrum og veigameiri kröfum hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.