Miami 1 - Washington 0 9. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig. NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig.
NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira