Dómsmál til kjaraleiðrétting 27. janúar 2005 00:01 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira