Innlent

Ríkissjóður fær milljarða

Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum síðastliðin tvö ár námu um tíu milljörðum króna. Þetta kom fram í svari Geirs H. Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Stimpilgjöld af fasteignaviðskiptum á fyrri hluta síðasta árs voru rúm 65 prósent af öllum stimpilgjöldum. Því má samkvæmt svarinu gera ráð fyrir að stimpilgjöld vegna fasteignakaupa 2003 hafi verið um 2,4 milljarðar króna og tæpir 4 milljarðar á liðnu ári. Ekki fengust svör við því hversu stór hluti tekna ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta yrði til vegna endurfjármögnunar lána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×