Innlent

Útgerðin að hefjast

Útgerð á verksmiðjuskipunum þremur sem Sjólaskip festu kaup á í haust hefst á næstu vikum og mánuðum. Skipin hafa að undanförnu verið í slipp í Las Palmas á Kanaríeyjum. Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Sjólaskipa, á von á því að eitt skipanna byrji fljótlega að veiða en hin tvö í aprílbyrjun. Skipin eru systurskip, sömu gerðar og verksmiðjuskipið sem HB-Grandi festi kaup á nýlega. Þau taka 2.500-3.000 tonn hvert. Skipin verða gerð út á makrílveiðar við Máritaníu en þau hafa einmitt áður verið gerð út á uppsjávarveiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×