Innlent

Tæplega 400 milljóna króna tap

"Miðað við þann fjölda fyrirspurna og beiðna sem okkur berast er Byggðastofnun ekki ofaukið enn sem komið er," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, en í ársreikningi stofnunarinnar sem birtur var í gær varð 385 milljón króna tap á rekstri hennar á síðasta ári. Er þetta mikil breyting frá árinu 2003 þegar aðeins varð sjö milljón króna tap á rekstrinum en ástæðurnar segir Aðalsteinn vera afskriftir vegna útlána, lágir vextir viðskiptabankanna og gengisþróun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×