Þrjú sjálfsvíg á fáum dögum 7. mars 2005 00:01 Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra." Fréttir Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra."
Fréttir Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira