Þrjú sjálfsvíg á fáum dögum 7. mars 2005 00:01 Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra." Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrír ungir karlar á höfuðborgarsvæðinu sviptu sig lífi á innan við viku nú nýlega. Engin tengsl eru talin vera milli ungu mannanna þriggja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir unga karla þann hóp sem sjálfsvígum fjölgi hvað mest í og raunar eina þjóðfélagshópinn sem svo sé ástatt um. "Það á við um okkur eins og aðrar vestrænar þjóðir, vöxturinn er hjá ungum körlum," segir Sigurður. Aldrað fólk kemur ungum körlum næst, tíðni sjálfsvíga þess er há. "Við vitum stundum um orsakir sjálfsvíga og til einföldunar má segja að helsti orsakavaldurinn hjá öldruðum sé þunglyndi en hjá unga fólkinu er það fíkniefnaneysla." Sigurður tekur þó skýrt fram að hann hafi engar upplýsingar um að slíkt hafi átt við um þau tilvik sem hér eru nefnd. Salbjörg Bjarnadóttir, sem vinnur að sjálfsvígsforvörnum hjá Landlæknisembættinu, segir að sjálfsvígum hafi fækkað frá árinu 2000 sem var öðrum árum hræðilegra í þessum efnum. Þá svipti 51 sig lífi. Tölur síðustu ára liggja ekki fyrir en Salbjörg veit að þróunin er niður á við. "Að meðaltali eru framin tvö til þrjú sjálfsvíg í mánuði og síðustu ár hafa þau verið á bilinu 30 til 36 á ári," segir Salbjörg og bætir við að ungir karlmenn eigi oftar í hlut en aðrir. Sigurður Guðmundsson segir ýmislegt gert til að sporna við sjálfsvígum en árangurinn komi oft seint í ljós. "Vandinn með vinnu sem snýr að heilsufari þjóðar er að árangurinn er stundum ekki mældur fyrr en eftir áratugi. Þetta er ansi mikið langhlaup." Hann hvetur fólk til árvekni; að það í raun vakti sína nánustu. "Ef fólk verður þess vart að einhver því nákominn sýnir merki depurðar eða þunglyndis, er inní sig, fær grátköst eða sýnir önnur óvenjuleg viðbrögð þá á það að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Því fyrr sem meðferð hefst við einkennum þunglyndis, því betra."
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira