Innlent

Fleiri Íslendingar á hótelum

Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent. Gistinóttum á fjölgaði um rúm þrettán prósent milli ára. Í janúar voru þær 36.340 en 32.050 í sama mánuði árið á undan. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði um tæp tuttugu prósent. Þeim fækkaði á Austurlandi um rúm fimmtán prósent. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæp sjö prósent en á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum um 1,5 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×