Vöruviðskipti DAS í fortíðinni 7. mars 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira