Innlent

Búnaður björgunarsveitarinnar nær ónýtur

MYND/Kiddi rót

Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar eldur kviknaði í flugeldum í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Hveragerði í dag. Um tíu manns voru inni í húsinu að versla flugelda fyrir kvöldið þegar slysið varð.



MYND/Kiddi rót

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar brást björgunarsveitin þó skjótt við og náði að koma öllum út áður en illa fór. Húsið er nánast ónýtt sem og nær allur búnaður björgunarsveitarinnar. Enginn slasaðist alvarlega en þrír fengur þó minniháttar reykeitrun. Þá brákaðist einn maður á fæti í látunum við að koma öllu fólkinu úr húsi. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þeir sem fengu reykeitrun voru meðhöndlaðir á staðnum.



 

MYND/Kiddi rót

Ekki er hægt að fullyrða neitt um eldsupptök en talið er að neisti hafi hlaupið í flugelda á lager þegar verið var að undirbúa flugeldasýningu björgunarsveitarinnar sem vera átti í kvöld.

 

 

 

 



MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót



Fleiri fréttir

Sjá meira


×