Hafi tíma til að skila inn tilboði 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira