Innlent

Minni afla landað á Ísafirði

Mikill samdráttur hefur orðið í lönduðum afla á Ísafirði fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Þar segir að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi rúmlega 2.700 tonnum verið landað af sjávarfangi á Ísafirði, miðað við rúmlega 4.250 tonn á sama tímabili í fyrra og hljóði samdrátturinn því upp á rúmlega 37 prósent á milli ára. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var 1.411 tonnum af þorski landað á Ísafirði en 1.008 tonnum á sama tíma í ár, eða 28 prósentum minna. Samkvæmt Bæjarins besta hefur svipaður samdráttur einnig orðið í ýsuafla á tímabilinu. Alls var 924 tonnum landað í fyrra en 669 tonnum á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×