Innlent

Tré gróðursett til heiðurs Vigdísi

Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í dag hefur stjórn Landverndar ákveðið að gróðursetja 75 bjarkir í við fræðasetur samtakanna við Alviðru undir Ingólfsfjalli. Í tilkynningu segir að trén muni mynda Vigdísarrjóður og verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni munu sækja fræðslu og útvist í Alviðru, en á hverju ári sækja um 2.000 skólabörn Alviðru heim. Vigdís Finnbogadóttir er verndari Landverndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×