Tölvupóstur verður dulkóðaður 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira