Afgangur en ekki halli 23. júní 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent