Meiri lausatök í góðu árferði 23. júní 2005 00:01 Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira