Aðild Íslands lausn kreppunnar? 20. apríl 2005 00:01 Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira