Aðild Íslands lausn kreppunnar? 20. apríl 2005 00:01 Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira