Geri allt til að bjarga barninu 22. febrúar 2005 00:01 Ung móðir hefur leitað að 14 ára drengnum sínum um allan bæ undanfarna daga. Hún sá hann í svip um ellefuleytið í fyrrakvöld, þegar hún var að svipast um eftir honum. Hún kallaði á hann, en þá lét hann sig hverfa. Hún frétti af honum við skóla í Reykjavík um miðjan dag í gær. Fósturfaðir drengsins rauk af stað - en of seint. Þessi drengur er einn af að minnsta kosti þremur unglingum sem eru týndir þegar þetta er skrifað. Tvær unglingsstúlkur eru einnig týndar. Önnur stúlkan er búin að vera týnd í um hálfan mánuð, en hin lét sig hverfa í síðustu viku. Drengurinn strauk frá Stuðlum síðastliðinn miðvikudag. Hann var ófundinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við móður hans. Saga þessa drengs er ekkert einsdæmi í þeim harða heimi sem unglingar lifa og hrærast í. "Þetta hófst í grunnskólanum sem hann byrjaði í," segir móðir hans. "Hann truflaði kennslu og var með hegðunarvandamál. Sálfræðingur sagði mér að hann hefði verið lagður í einelti. Það var í það minnsta ljóst að honum leið ekki vel í skólanum." Fjölskyldan tók það til bragðs að flytja út á land. Drengurinn undi sér vel í skólanum þar. Hann eignaðist vini þar í fyrsta skipti, góðan og heilbrigðan vinahóp og tók fullan þátt í félagsstarfi. Að ári liðnu flutti fjölskyldan til baka og drengurinn fór í skóla í haust. Aftur upphófust sömu vandamál, hann truflaði kennslu, tók þátt í alls konar uppistandi og var til vandræða. Starfsfólk skólans kvartaði undan honum og foreldrar annarra barna líka. "Svo skall kennaraverkfallið á," rifjar móðirin upp. "Þá hvarf hann í fyrsta skipti. Hann fór út á land með öðrum strák en kom fljótlega heim aftur. Ég talaði við hann og gerði honum grein fyrir að þetta væri alvarlegt mál. Verkfallið hafði afar slæm áhrif á hann. Hann hékk mikið heima og lá í rúminu. Hann hitti vini sína á kvöldin og fór þá út með þeim, en leið greinilega illa." Kveðjubréf "Svo í október skrifaði hann mér kveðjubréf og sagði að sér liði óskaplega illa. Hann skrifaði að sig langaði ekki til að lifa lengur. Ég hafði samband við barna- og unglingageðdeild og barnaverndaryfirvöld, því ég vildi helst koma honum undir læknishendur strax. Um nóttina kom hann svo heim og sagði ég skyldi ekki taka neitt mark á bréfinu. Hann samþykkti að fara í viðtal við sálfræðing á BUGL." Móðurinni var sagt að þetta væri hálfgerð "unglingaveiki" í drengnum og alveg eðlilegar vangaveltur. En ástandið átti enn eftir að versna. SMS - skilaboð dundu á drengnum og skrif á heimasíðu sem snérust um hvort hann ætti að taka líf sitt eða ekki. Móðir hans fékk hringingar frá foreldrum sem sögðu henni að þau vildu ekki að barnið hennar væri með barninu sínu. Þannig lokuðust hurðirnar hver á fætur annarri í lífi drengsins. "Í desember komst ég að því að hann var farinn að reykja," heldur móðirin áfram. "Hann var að skipta um félagsskap. Hann talaði ekki eins mikið um hvert hann væri að fara, hvað hann væri að fara að gera, en kom seint heim. Ég var í sambandi við skólann, umsjónarkennara, félagsráðgjafa og fleiri. Hann fékk meðferðaraðila sem átti að fylgjast með honum. Ég sagði þá strax að ég vissi að eitthvað væri að drengnum mínum, en ég vissi ekki hvað." Drengurinn sneiddi hjá sambandi við meðferðaraðilann, en hélt sig þeim mun meira með strákum sem voru í dópneyslu, sem voru miklu eldri heldur en hann. "Það var eins og það væri aldrei nóg að honum til að væri hægt að gera eitthvað," segir mamma hans. "Fyrst þurfti hann að fara niður á botn." Símaútköll "Nokkru síðar strauk hann að heiman, en fannst og var settur í neyðarvistun á Stuðlum. Það var milli jóla og nýárs. Þaðan strauk hann ásamt öðrum dreng með því að brjóta rúðu. Þá kom hann heim, því hann hafði engan stað til að fara á. Ég keyrði hann rakleiðis aftur að Stuðlum. Hann kláraði vistina eftir það. Þegar hann kom út aðstoðaði félagsráðgjafi frá barnaverndarnefnd okkur við að gera samkomulag sem drengurinn átti að fara eftir. Hann braut það og fór aftur á neyðarvistun. Þegar hann kom út aftur fór hann í félagsskap stráka sem fengust við ýmislegt misjafnt. Í þriðja skipti lenti hann í neyðarvistun á Stuðlum, en fékk síðan forgang í meðferð þar. Þaðan strauk hann á miðvikudaginn. "Hann var kominn undir einhvers konar pressu," sagði móðir hans. "Hann fékk símaútköll og varð að fara út hvenær sólarhrings sem var, oft um miðja nótt. Hann fékk hótanir um að hann yrði líflátinn ef hann mætti ekki á tiltekinn stað. Þeir náði jafnvel til hans þegar hann var inni á Stuðlum með því að reyna að hringja í hann." Þessi móðir, ein af alltof mörgum sem hafa þungar áhyggjur af börnum sínum, er vel á vegi stödd, ef undan er skilinn harmleikurinn með týnda soninn hennar. Hún er langt komin í námi, á fjögurra ára dreng með eiginmanni sínum og fallegt og gott heimili. "Þegar maður lendir í svona þá er maður tilbúinn til að gera allt til þess að barnið manns fái hjálp. Jafnvel að láta fara illa með sig sem foreldri. Fólk horfir stundum á mig eins og þetta sé allt mér að kenna, en mér er orðið alveg sama. Bara að ég fái drenginn minn aftur og að hann fái hjálp." Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ung móðir hefur leitað að 14 ára drengnum sínum um allan bæ undanfarna daga. Hún sá hann í svip um ellefuleytið í fyrrakvöld, þegar hún var að svipast um eftir honum. Hún kallaði á hann, en þá lét hann sig hverfa. Hún frétti af honum við skóla í Reykjavík um miðjan dag í gær. Fósturfaðir drengsins rauk af stað - en of seint. Þessi drengur er einn af að minnsta kosti þremur unglingum sem eru týndir þegar þetta er skrifað. Tvær unglingsstúlkur eru einnig týndar. Önnur stúlkan er búin að vera týnd í um hálfan mánuð, en hin lét sig hverfa í síðustu viku. Drengurinn strauk frá Stuðlum síðastliðinn miðvikudag. Hann var ófundinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við móður hans. Saga þessa drengs er ekkert einsdæmi í þeim harða heimi sem unglingar lifa og hrærast í. "Þetta hófst í grunnskólanum sem hann byrjaði í," segir móðir hans. "Hann truflaði kennslu og var með hegðunarvandamál. Sálfræðingur sagði mér að hann hefði verið lagður í einelti. Það var í það minnsta ljóst að honum leið ekki vel í skólanum." Fjölskyldan tók það til bragðs að flytja út á land. Drengurinn undi sér vel í skólanum þar. Hann eignaðist vini þar í fyrsta skipti, góðan og heilbrigðan vinahóp og tók fullan þátt í félagsstarfi. Að ári liðnu flutti fjölskyldan til baka og drengurinn fór í skóla í haust. Aftur upphófust sömu vandamál, hann truflaði kennslu, tók þátt í alls konar uppistandi og var til vandræða. Starfsfólk skólans kvartaði undan honum og foreldrar annarra barna líka. "Svo skall kennaraverkfallið á," rifjar móðirin upp. "Þá hvarf hann í fyrsta skipti. Hann fór út á land með öðrum strák en kom fljótlega heim aftur. Ég talaði við hann og gerði honum grein fyrir að þetta væri alvarlegt mál. Verkfallið hafði afar slæm áhrif á hann. Hann hékk mikið heima og lá í rúminu. Hann hitti vini sína á kvöldin og fór þá út með þeim, en leið greinilega illa." Kveðjubréf "Svo í október skrifaði hann mér kveðjubréf og sagði að sér liði óskaplega illa. Hann skrifaði að sig langaði ekki til að lifa lengur. Ég hafði samband við barna- og unglingageðdeild og barnaverndaryfirvöld, því ég vildi helst koma honum undir læknishendur strax. Um nóttina kom hann svo heim og sagði ég skyldi ekki taka neitt mark á bréfinu. Hann samþykkti að fara í viðtal við sálfræðing á BUGL." Móðurinni var sagt að þetta væri hálfgerð "unglingaveiki" í drengnum og alveg eðlilegar vangaveltur. En ástandið átti enn eftir að versna. SMS - skilaboð dundu á drengnum og skrif á heimasíðu sem snérust um hvort hann ætti að taka líf sitt eða ekki. Móðir hans fékk hringingar frá foreldrum sem sögðu henni að þau vildu ekki að barnið hennar væri með barninu sínu. Þannig lokuðust hurðirnar hver á fætur annarri í lífi drengsins. "Í desember komst ég að því að hann var farinn að reykja," heldur móðirin áfram. "Hann var að skipta um félagsskap. Hann talaði ekki eins mikið um hvert hann væri að fara, hvað hann væri að fara að gera, en kom seint heim. Ég var í sambandi við skólann, umsjónarkennara, félagsráðgjafa og fleiri. Hann fékk meðferðaraðila sem átti að fylgjast með honum. Ég sagði þá strax að ég vissi að eitthvað væri að drengnum mínum, en ég vissi ekki hvað." Drengurinn sneiddi hjá sambandi við meðferðaraðilann, en hélt sig þeim mun meira með strákum sem voru í dópneyslu, sem voru miklu eldri heldur en hann. "Það var eins og það væri aldrei nóg að honum til að væri hægt að gera eitthvað," segir mamma hans. "Fyrst þurfti hann að fara niður á botn." Símaútköll "Nokkru síðar strauk hann að heiman, en fannst og var settur í neyðarvistun á Stuðlum. Það var milli jóla og nýárs. Þaðan strauk hann ásamt öðrum dreng með því að brjóta rúðu. Þá kom hann heim, því hann hafði engan stað til að fara á. Ég keyrði hann rakleiðis aftur að Stuðlum. Hann kláraði vistina eftir það. Þegar hann kom út aðstoðaði félagsráðgjafi frá barnaverndarnefnd okkur við að gera samkomulag sem drengurinn átti að fara eftir. Hann braut það og fór aftur á neyðarvistun. Þegar hann kom út aftur fór hann í félagsskap stráka sem fengust við ýmislegt misjafnt. Í þriðja skipti lenti hann í neyðarvistun á Stuðlum, en fékk síðan forgang í meðferð þar. Þaðan strauk hann á miðvikudaginn. "Hann var kominn undir einhvers konar pressu," sagði móðir hans. "Hann fékk símaútköll og varð að fara út hvenær sólarhrings sem var, oft um miðja nótt. Hann fékk hótanir um að hann yrði líflátinn ef hann mætti ekki á tiltekinn stað. Þeir náði jafnvel til hans þegar hann var inni á Stuðlum með því að reyna að hringja í hann." Þessi móðir, ein af alltof mörgum sem hafa þungar áhyggjur af börnum sínum, er vel á vegi stödd, ef undan er skilinn harmleikurinn með týnda soninn hennar. Hún er langt komin í námi, á fjögurra ára dreng með eiginmanni sínum og fallegt og gott heimili. "Þegar maður lendir í svona þá er maður tilbúinn til að gera allt til þess að barnið manns fái hjálp. Jafnvel að láta fara illa með sig sem foreldri. Fólk horfir stundum á mig eins og þetta sé allt mér að kenna, en mér er orðið alveg sama. Bara að ég fái drenginn minn aftur og að hann fái hjálp."
Fréttir Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira