Syngjandi tískufrömuður 22. febrúar 2005 00:01 Stjarna söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur er rísandi þessa dagana. Í nýjasta hefti glanstímaritsins Elle eru viðtöl við átta þokkadísir í tónlistargeiranum og er Þórunn Antonía þar á meðal, talin ein af flottustu ungpíunum í tónlistargeiranum. Í greininni mælir tímaritið Elle með því að fólk taki Þórunni Antoníu og hinar tónlistarkonurnar til fyrirmyndar. Þær eru upphafðar fyrir smartheit, flottan fatastíl og fyrir að þora að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að klæðaburði. Í greininni segir Þórunn Antonía að hún klæðist aðeins fyrir sjálfa sig og ekki fyrir neinn annan. Fram kemur að hún hafi mjög glysgjarnan fatastíl og elski að klæða sig á sérstakan hátt. Þórunn Antonía er mjög hrifin af "vintage"-kjólum og á hún um hundrað stykki. Í viðtalinu segir Þórunn Antonía að það sé mikilvægt að leggja mikið upp úr klæðaburði þegar hún kemur fram. Hún segir að flottustu fötin fáist fyrir utan Lundúnir og mælir með svæðunum Didcot og Abingdon því þar sé hægt að hnjóta um ósnortið góss. Blaðamaður Elle spyr Þórunni Antoníu hvað sé það ljótasta sem hægt væri að kaupa sér þessa dagana. Hún var ekki lengi að svara því. Hún myndi aldrei ganga í þykku prjónaponsjói með rúllukraga. Þórunn Antonía er búsett í Lundúnum þar sem hún vinnur að eigin tónlist og syngur með hljómsveit sinni The Honeymoon. Þórunn Antonía er vel þekkt á Íslandi en hún er dóttir Magnúsar Þórs Sigmundssonar tónlistarmanns. Hún starfaði sem söngkona áður en hún hélt til Lundúna til að freista gæfunnar og gaf meðal annars út diskinn Those Little Things. Innlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Stjarna söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur er rísandi þessa dagana. Í nýjasta hefti glanstímaritsins Elle eru viðtöl við átta þokkadísir í tónlistargeiranum og er Þórunn Antonía þar á meðal, talin ein af flottustu ungpíunum í tónlistargeiranum. Í greininni mælir tímaritið Elle með því að fólk taki Þórunni Antoníu og hinar tónlistarkonurnar til fyrirmyndar. Þær eru upphafðar fyrir smartheit, flottan fatastíl og fyrir að þora að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að klæðaburði. Í greininni segir Þórunn Antonía að hún klæðist aðeins fyrir sjálfa sig og ekki fyrir neinn annan. Fram kemur að hún hafi mjög glysgjarnan fatastíl og elski að klæða sig á sérstakan hátt. Þórunn Antonía er mjög hrifin af "vintage"-kjólum og á hún um hundrað stykki. Í viðtalinu segir Þórunn Antonía að það sé mikilvægt að leggja mikið upp úr klæðaburði þegar hún kemur fram. Hún segir að flottustu fötin fáist fyrir utan Lundúnir og mælir með svæðunum Didcot og Abingdon því þar sé hægt að hnjóta um ósnortið góss. Blaðamaður Elle spyr Þórunni Antoníu hvað sé það ljótasta sem hægt væri að kaupa sér þessa dagana. Hún var ekki lengi að svara því. Hún myndi aldrei ganga í þykku prjónaponsjói með rúllukraga. Þórunn Antonía er búsett í Lundúnum þar sem hún vinnur að eigin tónlist og syngur með hljómsveit sinni The Honeymoon. Þórunn Antonía er vel þekkt á Íslandi en hún er dóttir Magnúsar Þórs Sigmundssonar tónlistarmanns. Hún starfaði sem söngkona áður en hún hélt til Lundúna til að freista gæfunnar og gaf meðal annars út diskinn Those Little Things.
Innlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira