Innlent

Morgunblaðið kaupir í Blaðinu

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, keypti í dag helmings hlut í Ári og degi sem gefur Blaðið út. Ekkert er gefið upp um kaupverð en Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, segir greitt fyrir hlutaféð hvort tveggja með greiðslum til fyrri hluthafa og eins með peningi sem lagður er í félagið.

Sigurður segir að eitthvert samstarf verði á milli blaðanna tveggja en þau verði áfram rekin sem sjálfstæðar einingar. Hann sagði að dreifingarkerfi Blaðsins yrði eflt í framhaldinu og að fjárhagurinn styrktist við þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×