Lífið

Klæddist 200 þúsund geitungum

Barþjónninn Philip McCabe á Írlandi reyndi í dag að slá heimsmetið í að klæðast geitungum með því að lokka hálfa milljón geitunga til að setjast á búk sinn. McCabe var aðeins klæddur í nærbuxur, eins konar sundgleraugu og var með hnakkapúða til stuðnings. Honum tókst því miður ekki að slá metið þar sem „aðeins“ ríflega tvö hundruð þúsund geitungar löðuðust að honum. McCabe reyndi með þessum hætti að safna fé til góðgerðastarfa í Afríku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.