Innlent

Gróðursett í tilefni afmælis SÍ

75 trjáplöntur verða gróðursettar nú fyrir hádegi í Vinaskógi í Þingvallasveit í tilefni 75 ára afmælis Skógræktarfélag Íslands. Athöfnin hófst klukkan 10.15 og lýkur laust fyrir klukkan tólf. Þangað er boðið ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar er tengjast félaginu, aðilum er starfað hafa í skógræktarfélögunum eða veitt skógræktarfélögunum liðveislu á einn eða annan hátt. Meðal þeirra sem koma að gróðursetningunni eru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×