Innlent

Mælt með Sjöfn Þór

Ákveðið var á valnefndarfundi í Reykhólaprestakalli að leggja til að Sjöfn Þór guðfræðingur yrði skipuð sóknarprestur. Valnefndin hefur því lokið störfum en kirkjumálaráðherra skipar í embættið samkvæmt niðurstöðu hennar. Sjö aðrir umsækjendur voru um embættið. Sjöfn Þór útskrifaðist sem guðfræðingur árið 2003 og hefur síðan verið þjónustufulltrúi Kjalarnesprófastsdæmis, ásamt því að vera formaður Æskulýðssambands kirkjunnar og í stjórn samkirkjulegra samtaka ungs fólks í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×