Óttast smit frá moltuvinnslu 11. apríl 2005 00:01 Bændur í Þykkvabænum eru ákaflega ósáttir við fyrirhugaða moltuvinnslu í nágrenni við ræktunarlönd og óttast smit. Yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til að vinna moltu úr sláturúrgangi í tilraunaskyni en það sérkennilega er að eigendur landsins þar sem vinnslan á að fara fram voru ekki hafðir með í ráðum. Skipulagsstofun, Umhverfisstofnun og embætti yfirdýralæknis hafa gefið grænt ljós á moltugerð á landi Húnakosts og Hrauks í Þykkvabæ. Leyfisumsóknir fyrir moltugerðinni voru ekki gerðar í samráði við eigendur landsins sem á að fara undir framkvæmdina. Björn Sigurðsson, bankastjóri KB banka á Hellu, heyrði fyrst um fyrirhugaðar framkvæmdir á Hrauki, sem er land í eigu bankans, í síðustu viku, en nú er moltugerðin í grenndarkynningu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sótt hefur verið um leyfi fyrir moltugerð, m.a. úr dýraleifum eins og nautgripum og kjúklingum. Bændur í nágrenni landsins hafa ekki verið spurðir álits, ekki einu sinni bóndinn sem á hluta landsins sem starfsemin á að vera á. Guðni Guðlaugsson, kartöflubóndi á Borg í Þykkvabæ, er einn af stærstu kartöfluframleiðendum landsins og ef moltugerðin verður af veruleika verður hún skammt frá ræktarlandi hans. Guðni segist alveg getað ímyndað sér það að það séu ekki margir neytendur sem vilji kaupa kartöflur sem gætu hugsanlega borið einhver smitefni með sér. Það sé dauðadómur yfir honum ef þetta gangi eftir. Guðni hefur áætlað hluta af landi sínu sem ekki hentar lengur til kartöfluræktunar undir sumarhús en honum finnst ólíklegt að þær ráðagerðir geti gengið eftir. Hann spyr sig hver sé tilbúinn að kaupa sumarbústað á ruslahaug. Jón Þórarinn Magnússon, sem hefur keypt jörðina Bala í Þykkvabæ og bíður þess að fá hana afhenta, telur að jörðin verði verðlaus ef að moltugerðinni verður vegna lyktar og sjónmengunar, en til stendur að safna saman ýmiss konar úrgangi í þriggja metra háa, fjögurra metra breiða og sextíu metra langa hrauka. Jón segist aðspurður telja að þessar framkvæmdir eigi tvímælalaust að fara í umhverfismat, bæði vegna umfangs og vegna þess hvers konar starfsemi sé um að ræða. Hann sé raunar mjög undrandi á því sem starfsmaður umhverfissviðs Reykjavíkur, sem þekki lítillega til þessara mála, að þetta skuli fara svo hratt í gegnum kerfið og með jákvæðri umsögn allra sem hlut eigi að máli. Umhverfisstofun er ekki á móti framkvæmdinni en tekur fram í umsögn sinni að misræmi hafi verið í upplýsingum frá umsækjanda um magn hráefnis og stærðar vinnslusvæðis. Jón segist hafa farið yfir gögnin og þar sé minnst á að 2,5 kílómetrar séu í sjó og að Hólsá en samkvæmt hans upplýsingum og vettvangsskoðun séu það ekki nema 300-500 metrar. Mat Umhverfisstofnunar er að helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar gætu varðað dreifingu á smitefnum, ólykt og fráveituvatni. Stofnunin telur framkvæmdina þó ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Bændur í Þykkvabænum eru ákaflega ósáttir við fyrirhugaða moltuvinnslu í nágrenni við ræktunarlönd og óttast smit. Yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til að vinna moltu úr sláturúrgangi í tilraunaskyni en það sérkennilega er að eigendur landsins þar sem vinnslan á að fara fram voru ekki hafðir með í ráðum. Skipulagsstofun, Umhverfisstofnun og embætti yfirdýralæknis hafa gefið grænt ljós á moltugerð á landi Húnakosts og Hrauks í Þykkvabæ. Leyfisumsóknir fyrir moltugerðinni voru ekki gerðar í samráði við eigendur landsins sem á að fara undir framkvæmdina. Björn Sigurðsson, bankastjóri KB banka á Hellu, heyrði fyrst um fyrirhugaðar framkvæmdir á Hrauki, sem er land í eigu bankans, í síðustu viku, en nú er moltugerðin í grenndarkynningu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sótt hefur verið um leyfi fyrir moltugerð, m.a. úr dýraleifum eins og nautgripum og kjúklingum. Bændur í nágrenni landsins hafa ekki verið spurðir álits, ekki einu sinni bóndinn sem á hluta landsins sem starfsemin á að vera á. Guðni Guðlaugsson, kartöflubóndi á Borg í Þykkvabæ, er einn af stærstu kartöfluframleiðendum landsins og ef moltugerðin verður af veruleika verður hún skammt frá ræktarlandi hans. Guðni segist alveg getað ímyndað sér það að það séu ekki margir neytendur sem vilji kaupa kartöflur sem gætu hugsanlega borið einhver smitefni með sér. Það sé dauðadómur yfir honum ef þetta gangi eftir. Guðni hefur áætlað hluta af landi sínu sem ekki hentar lengur til kartöfluræktunar undir sumarhús en honum finnst ólíklegt að þær ráðagerðir geti gengið eftir. Hann spyr sig hver sé tilbúinn að kaupa sumarbústað á ruslahaug. Jón Þórarinn Magnússon, sem hefur keypt jörðina Bala í Þykkvabæ og bíður þess að fá hana afhenta, telur að jörðin verði verðlaus ef að moltugerðinni verður vegna lyktar og sjónmengunar, en til stendur að safna saman ýmiss konar úrgangi í þriggja metra háa, fjögurra metra breiða og sextíu metra langa hrauka. Jón segist aðspurður telja að þessar framkvæmdir eigi tvímælalaust að fara í umhverfismat, bæði vegna umfangs og vegna þess hvers konar starfsemi sé um að ræða. Hann sé raunar mjög undrandi á því sem starfsmaður umhverfissviðs Reykjavíkur, sem þekki lítillega til þessara mála, að þetta skuli fara svo hratt í gegnum kerfið og með jákvæðri umsögn allra sem hlut eigi að máli. Umhverfisstofun er ekki á móti framkvæmdinni en tekur fram í umsögn sinni að misræmi hafi verið í upplýsingum frá umsækjanda um magn hráefnis og stærðar vinnslusvæðis. Jón segist hafa farið yfir gögnin og þar sé minnst á að 2,5 kílómetrar séu í sjó og að Hólsá en samkvæmt hans upplýsingum og vettvangsskoðun séu það ekki nema 300-500 metrar. Mat Umhverfisstofnunar er að helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar gætu varðað dreifingu á smitefnum, ólykt og fráveituvatni. Stofnunin telur framkvæmdina þó ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira