Erlent

180 handteknir vegna barnakláms

Lögreglan á Spáni hefur handtekið rúmlega 180 menn sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklum barnaklámshring. Þegar hefur verið gerð húsleit í rúmlega hundrað húsum víða um Spán og hefur gríðarlegt magn af tölvuefni verið gert upptækt. Talið er að mennirnir hafi skipst á myndum af barnaklámi, aðallega af börnum frá Austur-Evrópu. Fyrir aðeins um mánuði kom spænska lögreglan upp um annan barnaklámshring þar sem ekki einungis var um að ræða dreifingu á barnaklámi heldur reyndust menn einnig hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Ekki er talið að málin tvö tengist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×