Erlent

30 drepnir í Darfúr

MYND/Reuters
Uppreisnarmenn á bandi ríkisstjórnar Súdans hafa undanfarna daga drepið þrjátíu manns í Darfúr-héraði. Átök hafa staðið síðan á laugardaginn og nú eru friðarviðræður í uppnámi. Til stóð að halda fundi í Nígeríu til að reyna að ráða bót á ástandinu en nú er alls óvíst að af þeim verði. Undanfarið ár hafa tugþúsundir manna verið myrtir í Darfúr og um tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×