Bessi Bjarnason jarðsettur 20. september 2005 00:01 Bessi Bjarnason var jarðsettur frá Hallgrímskirkju í dag. Fréttastofan rifjar upp feril þessa stórleikara. Bessi var einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar um áratuga skeið. Óhætt er að segja að margar kynslóðir Íslendinga hafi alist upp við að sjá hann og heyra á leiksviði, í sjónvarpi, í útvarpi, í kvikmyndum og með Sumargleðinni sem gerði víðreist um landið. Bessi fæddist fimmta september árið 1930. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og strax árið 1949 var hann ráðinn á nemendasamning hjá Þjóðleikhúsinu sem hann var samofinn æ síðan. Á fimmtíu ára ferli sínum þar lék hann yfir þrjú hundruð hlutverk af öllu tagi, stór og smá. Bessi var gamanleikari af Guðs náð og líklega hafa fáir íslenskir leikarar fengið jafn margt fólk til þess að hlæja jafn mikið og innilega og hann. Fólk á öllum aldri því börnin elskuðu Bessa ekki minna en hinir fullorðnu. Honum þótti líka sérstaklega gaman að leika fyrir börn og náði við þau einstöku sambandi. Skömmu áður en hann lést sagði hann frá því í viðtali við Mannlíf að þegar hann kom fram í hlutverki Mikka refs hafi virst sem mæðurnar sætu einar eftir í salnum því börnin sigu niður fyrir sætisbökin því þeim þótti Mikki svo ógnandi. En svo þegar leið á sýninguna fóru litlu kollarnir að koma í ljós. En Bessi sýndi einnig að hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að taka að sér dramatísk hlutverk. Hann lék þau mörg og í tímamótaverkum eins og Horfðu reiður um öxl og Húsvörðurinn. Bessi small inn í kvikmyndir eins og hann hefði verið skapaður fyrir þær og hélt enn áfram að vinna leiksigra. Það var eins og allt lægi fyrir honum sem tengdist leiklist og framkomu, hvort sem var á léttum nótum eða alvarlegum. Það sakaði ekki að hann var fjallmyndarlegur maður og virtist falla svo áreynslulaust inn í hlutverk sín að hann var trúverðugur við hvað sem hann fékkst. Í barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi sagði Bessi, í hlutverki Mikka refs, við vin sinn Árna Tryggvason, sem lék Lilla Klifurmús. „Heyrðu Lilli, láttu ekki eins og þú sért ekki þarna því ég sé þig vel.“ Þökk sé sjónvarpi og kvikmyndum munu nýjar kynslóðir halda áfram að sjá Bessa Bjarnason. Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Bessi Bjarnason var jarðsettur frá Hallgrímskirkju í dag. Fréttastofan rifjar upp feril þessa stórleikara. Bessi var einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar um áratuga skeið. Óhætt er að segja að margar kynslóðir Íslendinga hafi alist upp við að sjá hann og heyra á leiksviði, í sjónvarpi, í útvarpi, í kvikmyndum og með Sumargleðinni sem gerði víðreist um landið. Bessi fæddist fimmta september árið 1930. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og strax árið 1949 var hann ráðinn á nemendasamning hjá Þjóðleikhúsinu sem hann var samofinn æ síðan. Á fimmtíu ára ferli sínum þar lék hann yfir þrjú hundruð hlutverk af öllu tagi, stór og smá. Bessi var gamanleikari af Guðs náð og líklega hafa fáir íslenskir leikarar fengið jafn margt fólk til þess að hlæja jafn mikið og innilega og hann. Fólk á öllum aldri því börnin elskuðu Bessa ekki minna en hinir fullorðnu. Honum þótti líka sérstaklega gaman að leika fyrir börn og náði við þau einstöku sambandi. Skömmu áður en hann lést sagði hann frá því í viðtali við Mannlíf að þegar hann kom fram í hlutverki Mikka refs hafi virst sem mæðurnar sætu einar eftir í salnum því börnin sigu niður fyrir sætisbökin því þeim þótti Mikki svo ógnandi. En svo þegar leið á sýninguna fóru litlu kollarnir að koma í ljós. En Bessi sýndi einnig að hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að taka að sér dramatísk hlutverk. Hann lék þau mörg og í tímamótaverkum eins og Horfðu reiður um öxl og Húsvörðurinn. Bessi small inn í kvikmyndir eins og hann hefði verið skapaður fyrir þær og hélt enn áfram að vinna leiksigra. Það var eins og allt lægi fyrir honum sem tengdist leiklist og framkomu, hvort sem var á léttum nótum eða alvarlegum. Það sakaði ekki að hann var fjallmyndarlegur maður og virtist falla svo áreynslulaust inn í hlutverk sín að hann var trúverðugur við hvað sem hann fékkst. Í barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi sagði Bessi, í hlutverki Mikka refs, við vin sinn Árna Tryggvason, sem lék Lilla Klifurmús. „Heyrðu Lilli, láttu ekki eins og þú sért ekki þarna því ég sé þig vel.“ Þökk sé sjónvarpi og kvikmyndum munu nýjar kynslóðir halda áfram að sjá Bessa Bjarnason.
Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira