Lífið

María skyggir á Danadrottningu

Margrét Þórhildur Danadrottning fékk hlýjar móttökur þegar hún kom ásamt öðrum meðlimum dönsku konungsfjölskyldunnar til Þórshafnar í Færeyjum í þriggja daga opinbera heimsókn. Með drottningunni í för eru Hinrik, eiginmaður hennar, Friðrik krónprins og eiginkona hans, María krónprinsessa. Þetta er í fyrsta skipti sem krónprinsessan kemur til Færeyja en hún gengur með fyrsta barn sitt og Friðriks og er komin fimm mánuði á leið. Joannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, tók formlega á móti konungsfjölskyldunni sem gistir um borð í hinu konunglega fleyi, Dannebrog. Drottningin og fylgdarlið hennar heimsækja meðal annars færeyska þingið. María krónprinsessa hefur þegar vakið mikla athygli og greina færeyskir fjölmiðlar frá því að hún sé svo vinsæl að hún skyggi á sjálfa drottninguna í heimsókninni. Hún og Friðrik krónprins hafa meðal annars heimsótt leikskóla og listasöfn í Þórshöfn. Í kvöld hélt færeyska landsstjórnin sérstakt kvöldverðarboð til heiðurs dönsku konungsfjölskyldunni og var ætlunin að bjóða upp á tónleika og tískusýningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.