Innlent

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Lágheiði

Hrafnseyrarheiði og Lágheiði eru ófærar vegna snjókomu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er greiðfært um Hellisheiði og um Þrengsli.

Éljagangur og snjóþekja er víða á Vesturlandi, þæfingur á Dynjandisheiði og hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Ströndum. Snjókoma og snjóþekja er víða á Norðurlandi og Lágheiði er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×