Innlent

Fá ekki mjólkurpeninga í nautgriparækt

Naut á svelli.
Naut á svelli.

Það kemur ekki til greina að nautgriparæktendur fái hluta þeirra styrkja sem voru eyrnamerktir mjólkurframleiðendum í síðasta búvörusamningi, segir formaður Landssambands kúabænda. Að öðru leyti er hann reiðubúinn að ræða styrki þeim til handa.

Samkeppniseftirlitið úrskurðaði fyrir jól að styrkir stjórnvalda til mjólkurbænda skekktu samkeppni á nautakjötsmarkaði þar sem greiðslurnar styrktu ekki aðeins mjólkurframleiðslu mjólkurbænda heldur einnig nautakjötsframleiðslu þeirra. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í fréttum á NFS að hann væri reiðubúinn að koma til móts við nautgriparæktendur, en aðeins að því tilskyldu að forystumenn bænda væri hlynntir breytingunni.

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir álit Samkeppniseftirlitsins efnislega afar óljóst en kveðst reiðubúinn til viðræðna við stjórnvöld um stuðning við nautgripabændur. Hann segir ekki koma til greina að nautgriparæktendur fái hluta þeirra greiðslna sem ætlaðar eru mjólkurframleiðendum í síðasta búvörusamningi. Hann segir hins vegar koma til greina að þeir fái fé úr þeim hluta samningsins sem hefur ekki enn verið ákveðið hvernig verður ráðstafað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×