Sport

Newcastle áfram á sigurbraut

Newcastle hélt í dag góðu gengi sínu áfram með mikilvægum 1-0 sigri á Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var í járnum mest allan tímann en markið sem réð úrslitum skoraði Frakkinn Laurent Robert á stórglæsilegan hátt úr aukaspyrnu á 69. mínútu. Thierry Henry skoraði þrennu í öruggum sigri Arsenal á Portsmouth, en Manchester United varð af miklivægum stigum í baráttunni við Chelsea á toppnum er liðinu mistókst að brjóta varnarmúr Crystal Palace á bak aftur. United var manni fleira í um hálftíma eftir að Grikkjanum Vassilis Lakis hafði verið vikið af velli á 62. mínútu. Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinniArsenal - Portsmouth 3-0 Henry 39, 53, 85 Crystal Palace - Man.Utd. 0-0Fulham - Charlton 0-0 Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Charlton Newcastle - Liverpool 1-0 Robert 69 Southampton - Tottenham 1-0 Quashie 51 Aston Villa - Middlesbrough 2-0 Laursen 64, Moore 79.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×