Lífið

Britney eignaðist strák

Söngkonan heimsfræga, Britney Spears, er orðin móðir. Britney og Kevin Federline, eiginmaður hennar, greina frá því á heimasíðu söngkonunnar að þeim hafi fæðst sonur. Þau segjast himinlifandi og að öllum heilsist vel. Sonurinn fæddist í gær og var tekinn með keisaraskurði. Áhugasömum gefst færi á að senda Britney og eiginmanni hennar hamingjuóskir á heimasíðu söngkonunnar, www.britneyspears.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.