Innlent

Fargjald til Keflavíkur lækkar

Leigubílafargjaldið milli Reykjavíkur og Keflavíkur lækkar um rúmlega tvö þúsund krónur í haust þegar bílstjórar fá leyfi til að aka báðar leiðir með farþega. Leigubílstjórar mega aðeins aka með farþega aðra leiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness og þurfa að keyra til baka með bílinn tóman. Farþegar hafa því þurft að greiða utanbæjartaxta fyrir túrinn, rúmlega átta þúsund krónur frá Hótel Loftleiðum til Keflavíkur á dagtaxta. Samgönguráðherra hefur ákveðið að breyta þessum reglum og sameina þessi tvö svæði í eitt aksturssvæði frá og með 1. október. Allir greiða þá innabæjartaxta og túrinn á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins lækkar um tvö þúsund krónur, fer niður í um sex þúsund. Ekki þarf að deila um hagræðið fyrir almenning en hvað segja leigubílstjórar? Óskar Stefánsson leigubílsstjóri segir skiptar skoðanir séu um þessa ákvörðun. Þetta komi sjálfsagt niður á þeim sem hafi fasta vinnu af því að keyra á milli en þetta sé hluti af þróuninni. Þetta bæti hins vegar hag neytenda því fargjaldið fyrir fjóra verði ódýrara en ef þeir tækju rútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×