Innlent

Eldurinn slökktur

Eldurinn í Björgun við Sævarhöfða, sem kom upp um sexleytið í kvöld, hefur verið slökktur. Mikill reykur steig til himins frá grjótkvörn sem kviknaði í út frá logsuðu. Eldurinn læsti sig í gúmmímottur og óttast var að gaskútar spryngju, en þeir stóðu í miðju bálinu. Kútarnir voru hífðir burt og slökkvilið slökkti eldinn á skömmum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×