Sport

Ívar lagði upp sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði enska 1. deildarliðsins Reading og lagði upp sigurmark liðsins þegar það sló út 2. deildarliðið Swansea í þriðju umferð ensku bikarleppnninnar í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Reading en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum þar sem Ívar skoraði jöfnunarmark Reading á lokamínútunum. Ívar lagði upp markið með því að skalla boltann fyrir fætur Nicky Forster á 96. mínútu eða í framlengingu, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0-0. Reading mætir annað hvort Leicester City úr Championship deildinni eða 1. deidarliði Blackpool í 4. umferð bikarkeppninnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×