Innlent

Sigurður hættir hjá Flugleiðum

Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lætur af því starfi 31. maí eftir 29 ára starf hjá félaginu, þar af 20 ár sem forstjóri. Þetta kom fram á stjórnarfundi í morgun. Hannes Smárason, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Flugleiða, verður nú starfandi stjórnarformaður og mun einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Verulegar breytingar kunna að verða á félaginu því þegar Hannes og fyrrverandi tengdafaðir hans, Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, náðu ráðandi hlut í því stóð til að stokka félagið alveg upp og jafnvel að selja það í einingum. Af því varð ekki og stjórnendur Flugleiða stofnuðu meðal annars félagsskapinn Skilding um mitt ár í fyrra sem keypti um tíu prósent í félaginu, væntanlega til að styrkja stöðu sína og stefnu. En síðan hefur Hannes keypt hlut fyrrverandi tengdaföður síns, hlut Baugs og fleiri og er orðinn ráðandi eigandi á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×