Erlent

Breytingar á stjórnarskrá

Að minnsta kosti þrjátíu týndu lífi þegar uppreisnarmenn gerður sjálfsmorðsárás í norðurhluta Íraks í morgun. Þetta gerðist skömmu áður en írakska þingið kom saman í Bagdad í dag til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Þrátt fyrir mikla ólgu í Írak samþykktu leiðtogar Shíta og Kúrda tilslakanir, sem opnuðu fyrir þann möguleika að breyta stjórnarskránni, sem atkvæði verða greidd um á laugardag. Í kjölfarið ákvað einn helsti stjórnmálaflokkur landsins, flokkur Súnní-Araba, að hvetja stuðningsmenn sína til að samþykkja stjórnarskrána. Forseti Íraks skorar á þjóð sína að gera hið sama. Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði að þessi dagur yrði dagur samstöðu á meðal þjóðarinnar. Enginn gæti verið með neinn fyrirslátt, því Sameiningarbandalag Íraks, Kúrdíska bandalagið og Írakslistinn hafi gefið eftir til að koma á móts við kröfur Súníta. Margir Súnnítar eru andvígir stjórnarskránni í núverandi mynd, þar sem þeir óttast að hún leiði til þess að Írak verði skipt upp og að olíulindirnar verði undir stjórn Shíta og Kúrda. Saleh al Mutalq, meðlimur í írakska samvinnuráðinu, hvatti írakska karla og konur til að hafna stjórnarskránni, stjórnarskrá sem muni kljúfa þjóðina. Hann sagði stjóranrskránna verða trúarofstækisstjórnarskrá og rasistastjórnaskrá. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×