Erlent

Thatcher áttræð

Haldið verður upp á áttræðisafmæli Margaret Thatcher með miklu hófi í Lundúnum í dag. Á gestalistanum eru 680 manns, þar á meðal Elísabet Englandsdrottning og Tony Blair forsætisráðherra. Frá þessu greindu talsmenn Thatcher í vikunni. "Járnfrúin" sem fór fyrir ­bresku­ ríkisstjórninni í tæp tólf ár, 1979-1990, hefur dregið sig að mestu í hlé á síðustu misserum, enda er heilsa hennar orðin tæp. Hún hefur fengið nokkur minni háttar heilablóðföll. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×