Erlent

Engin fuglaflensa í Rúmeníu

Engin merki um fuglaflensu hafa fundist í Rúmeníu samkvæmt sérfræðingum á vegum Evrópusambandsins. Er því ekki talin ástæða til að banna útflutning á fuglakjöti þaðan. Það var talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem greindi frá þessu í morgun. Hann sagði að umfangsmiklar rannsóknir í Rúmeníu hefðu leitt í ljós að engin fuglaflensa væri í landinu, en grunur lék á því að veiran hefði greinst í landinu í síðustu viku, og var áformað að slátra þúsundum fugla. Nokkur Evrópulönd ákváðu þegar í stað að banna innflutning á fuglakjöti frá landinu. Sérfræðingar ESB á sviði dýralækninga funda saman í Brussel í dag til að fara yfir niðurstöður rannsóknanna í Rúmeníu, en ekki þykir líklegt að svo stöddu að innflutningur á fuglakjöti og öðrum fuglaafurðum verði bannaður. Talið er að fuglaflensa hafi greinst í Tyrklandi, en niðurstöður úr rannsóknum þaðan liggja væntanlega fyrir á föstudag. Fulltrúar Evrópusambandsins segjast vongóðir um að veiran sé ekki að breiðast út í álfunni. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×