Erlent

Andstaða við stjórnarskrá eykst

Andstaða við stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist enn vera að aukast í Frakklandi. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Le Figaro, sem birtist í morgun, ætla 55 prósent Frakka að hafna stjórnarskráni sem er heldur hærra hlutfall en í undanförnum könnunum. Nú hafa fimmtán skoðanakannanir í röð bent til þess að stjórnarskráni verði hafnað í Frakklandi í lok maí. Evrópusinnar eygja þó enn von þar sem stór hluti kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×