Innlent

Þráðlaust net í Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað hefur gert samstarfssamning við eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í sveitarfélaginu.  Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin.    Í samkomulagi aðilanna er gert ráð fyrir því að uppbyggingu kerfisins taki allt að tveimur árum. Dreifikerfið mun ná yfir mikið svæði og er gert ráð fyrir amk. 12 sendum og endurvörpum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×